27.7.2007 | 00:41
Og ţá ađ íţróttum...
Uppáhaldsdagskrárliđurinn minn í íslensku útvarpi tekur u.ţ.b. eina og hálfa mínútu í flutningi. Ég hef hlustađ á hann tilviljunarkennt undanfarinn áratug, en er farinn ađ hlusta á hann skipulega á síđustu mánuđum.
Ég skila dóttur minni á leikskólann rétt fyrir kl. 9 og á leiđ til vinnu heyri ég Lindu Blöndal segja mér kl. 9 hvađ hafi helst veriđ í fréttum kl. 8. Fín samantekt. Svo kemur feita rúsínan í feitum pylsuendanum ţegar hún segir: "Og ţá ađ íţróttum. Bjarni Felixson" (eđa eitthvađ í ţá áttina).
Nema hvađ... Rauđa ljóniđ segir mér (og öđrum hlustendum) eiginlega aldrei fréttir af íţróttum. Hann fer í ţađ ađ ţylja upp hvađ hinn og ţessi smájóninn er ađ gera í frístundum sínum í útlöndum.
Dćmi: "Agnar Smári Bjarnason spilađi í 4 mínútur í leik Brabra og Riprap í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gćr. Brabra vann 4-0 og er í 29. sćti í deildinni. Jón Hjalti Einarsson sat á varamannabekknum í gćr ţegar Hipsumhaps spilađi viđ Gummersbach í ţýsku úrvalsdeildinni í bowling í gćr. Jón Hjalti er ađ ná sér eftir meiđsli og verđur spennandi ađ sjá hvort hann verđur í leikmannahópnum í nćstu viku. Rússkíkaramba sigrađi Dýnamó í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta í gćr međ 111-85. Bjarni Stefánsson, í liđi Rússkíkaramba, spilađi međ í 13 mínútur og skorađi 5 stig. Brasilía varđ heimsmeistari í knattspyrnu í gćr ţegar liđiđ sigrađi Ţjóđverja međ tveimur mörku gegn einu."
Hvađ er ţetta eiginlega???? Ţetta eru í öllu falli ekki íţróttafréttir. Ţetta eru fréttir af Íslendingum sem eru ađ vinna í útlöndum. Eitt er ađ segja frá Eiđi Smára og öđrum alvöru íţróttastjörnum (alveg eins og viđ segjum FRÉTTIR af Björk og fleirum sem eru í alvöru fréttir). Ef ţetta heita íţróttafréttir, ţá er alveg gráupplagt ađ hafa daglega lćknafréttir og bankamannafréttir á Rúv. Ţćr gćtu t.d. hljómađ svona:
"Bjartur Máni Brynjarsson, skurđlćknir viđ Karolinska sjúkrahúsiđ, fjarlćgđi 4 botnlanga á vaktinni í gćr og tók síđan ţátt í hjartaţrćđingu. Allir sjúklingarnir eru viđ góđa heilsu. Eiríkur Ingason var kallađur út viđ Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gćr ţegar komiđ var međ mann í hjartastoppi um kvöldmatarleytiđ. Eiríkur blés lífi í manninn og ţótti standa sig frábćrlega. Egill Egilsson, heilaskurđlćknir viđ New York City Hospital, kom ekki viđ sögu ţegar skipt var um heila í stćrđfrćđingi viđ Stanford háskóla í gćr."
Í alvöru, fréttir Bjarna Fel klukkan 3 mínútur yfir 9 á morgnana eru ekki íţróttafréttir, ţćr eru ađallega fréttir af Íslendingum sem eru á launum viđ ađ vera á stuttbuxum í útlöndum. Ég skora á ykkur, hlustiđ á ţetta, ţetta er stórkostlegt, og ađallega stórkostlegur ţjóđrembingur af verstu gerđ.
En ég reyni ađ missa ekki af ţessu...
Um bloggiđ
Jóhann Hlíðar Harðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ćtli einhver myndi borga mér fyrir ađ vera á stuttbuxum í útlöndum? Skyldi ţađ ţá komast í íţróttafréttirnar ađ ég hefđi ekki spilađ međ í einhverjum leik?
Skemmtilegt blogg hjá ţér.
Hulda (IP-tala skráđ) 27.7.2007 kl. 13:42
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.