Dónaskapur Jóns Viðars / Hreinskilni Jóns Viðars

Ég tók eftir því í kvöld að formaður Blaðamannafélagsins harmaði þá ákvörðun leikhússtjóra Borgarleikhússins að strika Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagnrýnanda DV, út af boðslista félagsins á frumsýningar leikhússins. Ég er ósammála þessari skoðun formannsins.... og þó.... og þó ekki.

Að sjálfsögðu er það fáránlegt af leikhússtjóra hvaða leikhúss sem er hér á landi að frábiðja sér gagnrýni, eða að strika neikvæða gagnrýnendur út af frumsýningarlista sínum. Hins vegar benti leikhússstjóri Borgarleikhússins á það í viðtali í Ríkissjónvarpinu að viðkomandi gagnrýnandi hefði verið dónalegur í garð leikhússgesta, og að það liði hann engum. Þá spyr ég: Hvað kemur honum það við, hvað frumsýningargestir (eða aðrir gestir) skrifa um gesti leikhússins? Hann er ekki sjáfskipaður, hvað þá skipaður, varðhundur um orðstír, klæðaburð eða aðra hegðan gesta sinna. Mér má finnast það sem mér sýnist um gesti hans, og Jóni Viðari má það líka. Auk þess þá getur slíkur dómur eða umfjöllun Jóns Viðars um viðbrögð frumsýningargesta við tilteknu leikhúsverki verið mjög í ætt við ævintýrið um "Nýju fötin keisarans", sem sé það að sama hvað sé sett fram á leiksviði á frumsýningarkvöldi þá klappa mörgæsirnar og síðkjólarnir fyrir hverju sem er.

Guðjóni kemur það bara ekki við, hans eina hlutverk er að framfæra sýningar á svið, og láta mig, Jón Viðar og alla aðra sem lyst hafa á að skoða þessar sýningar, hafa skoðun á þeim, hvort sem sú skoðun er sett fram í ritdómi í blaði, skoðun á bloggi, eða umtali á kaffistofu á meðal vinnufélaga.

Guðjón Pedersen er hins vegar, án alls vafa, að skjóta sig í fótinn, og jafnvel báða fætur, með þessari ákvörðun sinni. Auðvitað greiðir sá fjölmiðill, sem greiðir Jóni Viðari einhverja tíuþúsund kalla fyrir að hafa skoðun á leiklist, miða fyrir Jón Viðar á leiksýningu. Eini munurinn verður sá að Jón Viðar situr ekki frumsýningu, en bara einhverja næstu sýningu og allir bíða með öndina í hálsinum eftir hans dómi (les: úrskurði). Þetta er kjánaleg ákvörðun í alla staði, því hún kallar á athygli og eftirvæntingu eftir því hvað Jóni Viðari finnst um tiltekna sýningu.
Sjálfum finnst mér afskaplega skemmtilegt að lesa dóma Jóns Viðars, maðurinn skrifar afar fallegt og kjarnyrt mál og er tvímælalaust einn af betri pennum landsins, auk þess sem hann er einn fárra, í lognmollu íslenskra skoðana, sem þorir að hafa skoðun. Ég er ekki alltaf sammála honum, sem betur fer, og vel ekki leiksýningar eftir því hvað Jóni Viðari finnst. Ég skoða dóma Páls Baldvins og Maríu Kristjánsdóttur (sem þykja báðir frábærir gagnrýnendur) og margra annarra og svo hef ég (stundum) sjálfstæða skoðun á því hvað mig langar til að sjá í leikhúsi :)
Allt í allt, þá er ég eiginlega sammála vinkonu minni, formanni BÍ um að þetta sé leitt, en þetta hindrar ekki rit- eða prentfrelsi nokkurs manns, eini munurinn er sá að fjölmiðillinn þarf að borga fyrir miðann og kemst ekki á frumsýningu. Það er bara allt í lagi þó fjölmiðlar greði fyrir þessa miða. En leikhúsið tapar og enginn annar. Og hana nú!

P.S. Það er hins vegar óþolandi að ekki skuli takast að halda úti góðum og lifandi og gagnrýnym þætti í íslensku sjónvarpi um kvikmyndasýningar á Íslandi, vegna viðkvæmni þeirra (tveggja) sem reka kvikmyndahús hér á landi. Allar tilraunir í þá átt enda í lofgjörð og trailerum um væntanlegar myndir, á meðan sambærilegir gagnrýnir þættir hjá vinum okkar á Norðurlöndum eru frábær þáttagerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það hárrétt ákvörðun hjá LR að hætta að bjóða Jóni Viðari í leikhúsið en ekki á sömu rökum og Guðjón Pedersen. Ef þú lest gagnrýni Jóns Viðar sl ár þá sérðu að maðurinn fjallar nánast alltaf um starfsfólk leikhússins af vanvirðingu. Hann er rætinn, mjög oft ósanngjarn, reiður og ókurteis. Hann lætur alltaf eins og þeir sem vinna við leikhús kasti til höndunum í hvert skipti og að einhverjar annarlegar hvatir þess séu að baki uppfærslna. Stundum er heiftin hjá honum svo mikil að maður gapir. Það leikhúsfólk sem ég þekki hefur þá trú að hann beri alls ekki hag leikhússins fyrir brjósti, hafi ekkert umburðarlyndi fyrir nýjum hlutum og hreinlega mæti á sýningar til rífa þær niður. Mér finnst alveg eðlilegt að frjálst félag eins og LR vilji ekki borga miðann fyrir svona mann. Ef ég ætti sjálfur leikhús, þá dytti mér ekki í hug að borga fyrir hans miða.

Ég tek það fram að enginn í leikhúsinu er á móti gagnrýni og oft er tekið mikið mark á henni og enn oftar er hún hjálpleg og stuðlar að betri þróun í íslensku leikhúsi. En þegar menn tala af eins mikilli vanvirðingu um leikhúsin og Jón Viðar gerir þá er ekki skrýtið að menn firrist við.

Varðandi það sem formaðurinn Blaðamannafélagsins segir, þá get ég ekki séð að þetta sé einhver aðför að skoðanafrelsi. Jón Viðar getur alltaf keypt sig inn á sýningar eins og flestir gera og fjallað um þær ef hann vill. Og ég veit ekki betur en að margir blaðamenn hafi beinlínis forðast það að þiggja boðsferðir og gjafir frá fyrirtækjum til að gæta hlutleysis. Ekki satt?

Með vinsemd og virðingu,

Rúnar Freyr leikari.

Rúnar Freyr (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:17

2 identicon

Glæsilegt.

En hvernig væri að blogga aaaaðeins oftar?

hke (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Hlíðar Harðarson

Höfundur

Jóhann Hlíðar Harðarson
Jóhann Hlíðar Harðarson
Höfundur hefur áhuga á öllu og engu og gæti leikandi gengist við nafninu kverúlant, þó hann sætti sig frekar við að vera samfélagsrýnir.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband