Ég bara skil þetta alls ekki.......

Það er fjasað (og ég meina fjasað miðað við hvernig fjallað er um hlutina) um að einhver krá í Reykjavík verði beitt refsiaðgerðum fyrir að leyfa viðskiptavinum sínum að reykja í lokuðu rými. Á sama tíma er það vel kynnt fyrir öllum farþegum sem eru á leið úr landinu í gegnum Leifsstöð hvar reykrými sé til staðar í húsinu. Hver er nákvæmlega munurinn á Íslendingi á leið út í flugvél, með kaffibolla eða bjórflösku í hönd, og þessum sama Íslendingi, þegar hann er staddur á knæpu í miðborginni, með sama drykk í hönd? Af hverju má hann reykja við einar aðstæður, en ekki aðrar? Getur einhver svarað mér því? Og svo er látið að því liggja sums staðar að alþingismenn hafi reykhol í sínu vinnuhúsi. Er það satt? Og vont er, ef satt er? Erum við ekki öll jöfn, eða hvað, full og ófull? Verður þetta ekki að vera á hreinu, eða hvers konar samfélagi búum við eiginlega í? Því sem við eigum skilið, á endanum trúi ég......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Hlíðar Harðarson

Höfundur

Jóhann Hlíðar Harðarson
Jóhann Hlíðar Harðarson
Höfundur hefur áhuga á öllu og engu og gæti leikandi gengist við nafninu kverúlant, þó hann sætti sig frekar við að vera samfélagsrýnir.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband